Þór Akureyri hefur samið við Kareni Lind Helgadóttur fyrir yfirstandandi átök í fyrstu deild kvenna.
Karen er 21 árs bakvörður sem hefur leikið með meistaraflokki síðan 2017-18 tímabilið, en síðast lék hún fjóra leiki fyrir Þór Akureyri á síðasta tímabili. Þá hefur hún einnig leikið fyrir Tindastól áður, en hún var einnig hluti af yngri landsliðum Íslands á sínum tíma.



