spot_img

Tekur fram skóna

Haukar hafa samið við Breka Gylfason fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.

Breki er 28 ára 202 cm miðherji sem er að taka skóna fram á nýjan leik, en síðast lék hann fyrir Hauka tímabilið 2023-24.

Breki hafði þetta að segja í tilkynningu “Það er mjög ánægjulegt að fá tækifæri með Haukum aftur og mér leist strax mjög vel á þetta verkefni þegar Pétur þjálfari hafði samband við mig. Ég þekki umhverfið í Haukum mjög vel og þá sem starfa á bakvið liðið og líður vel í Ólafssal. Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til liðsins og markmiðið er að fara aftur upp í Bónusdeildina”.

Pétur Ingvars hafði þetta að segja “Breki kemur með góða og mikla reynslu með sér í hópinn, bætir mikið í miðjuna hjá okkur og er fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Ég hlakka til að vinna með honum og er mjög ánægður að hann hafi viljað taka slaginn með okkur í vetur”.

Fréttir
- Auglýsing -