spot_img

Tekur fram skóna

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna eftir síðasta tímabil hefur Emil Karel Einarsson ákveðið að draga þá fram á nýjan leik.

Samkvæmt heimildum Körfunnar mun Emil hafa samið aftur við Þór og verður hann því með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild karla. Óhætt er að segja að um góðar fréttir sé að ræða fyrir Þorlákshafnarliðið, en Emil hefur verið burðarás í liðinu síðustu ár.

Fréttir
- Auglýsing -