spot_img
HomeFréttirTekið á mútumálum á EM

Tekið á mútumálum á EM

 Það er ekki bara á leikvellinum sem er dæmt á Evrópumótinu í körfubolta. Aganefnd mótsins hefur nú sektað þrjá aðila og m.a. einn úr grísku farastjórninni um 15000 evrur (um 2,4 milljónir króna) fyrir að reyna að múta dómurum.
 
Stavros Ellianidis úr grískuk farastjórninni var sem fyrr segir sektaður um 15000 evrur fyrir að setja sig í samband við þrjá dómara fyrir leik með sms skilaboðum til að hafa áhrif á úrslit leikja. Ellianidis var sviptur aðgangi sínum að mótinu ásamt sektinni. Þess má geta að Ellianidis þessi hefur verið framkvæmdastjóri hjá Olympiakos.
 
Önnur sekt féll á breska leikmanninn Andrew Sullivan fyrir skrif sín á Twitter en hann fékk 1000 evru sekt.
 
Þá fengu Bosníumenn 5000 evru sekt fyrir að vera með ólöglega auglýsingu á búning sínum en FIBA eru mjög strangir á reglum um auglýsingar og merkingar búninga.
 
Karfan.is heyrði í Hannesi Jónssyni formanni KKÍ vegna sektarinnar sem Ellianidis fékk og sagðist Hannes vera ánægður með að verið væri að taka á þessum málum en mútur og svindl með getraunir eru hlutir sem menn óttast í sífellu, bæði erlendis sem og hér heima.
 
 
Mynd: FIBAEurope – Liðsfélagi Luol Deng fékk sekt fyrir ummæli á Twitter
 
Fréttir
- Auglýsing -