spot_img
HomeFréttir?Tek skóna með til Danmerkur" segir Halldór Karlsson

?Tek skóna með til Danmerkur” segir Halldór Karlsson

13:09

{mosimage}

Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Halldór Karlsson leikmaður Njarðvíkur ákveðið að leika ekki með liðinu næsta vetur. Karfan.is lék forvitni á hvað væri á döfinni hjá kappanum.

  Já, ég er hættur í Njarðvík og er mjög sáttur með minn hlut og ég óska Teiti Örlygssyni og strákunum góðs gengis.  Ég á eftir að sakna þeirra og á  eftir að fylgjast vel með þeim.(Byss ég átti að taka tölvuna sorry). Ég er að fara til Danmerkur (med hele familien) í nám í Byggingartæknifræði við Vitusbering en skólinn er í Horsens sem er á Jótlandi. Ég er með sveinspróf í pípulögnum sem á eftir að nýtast mér í því námi.

 

Verða körfuboltaskórnir teknir með?

Ég reikna með því að taka skóna með mér og leika mér með íslendingaliðinu í Horsens. Það eru fín lið í Horsens,en það fer svo svakalegur tími í æfingar,keppni og svoleiðis.  Ég hef spilað með Keflavík og Njarðvík samtals 12 tímabil og ætla láta það duga í bili.

 

Hefur þú eitthvað fylgst með danska boltanum hingað til?

Já ég hef fylgst með danska boltanum síðan ég spilaði með Jes Hansen. Horsens er mitt lið. 

Ég vil nota tækifærið og þakka stuðningsmönnum og konum Njarðvíkur fyrir frábæran stuðning.   

[email protected]

 

Mynd: www.vf.is

 

 

Fréttir
- Auglýsing -