spot_img
HomeFréttirTeitur: Verður magnaður leikur

Teitur: Verður magnaður leikur

14:52
{mosimage}

(Teitur Örlygsson) 

Njarðvíkingar drógust í dag gegn Snæfell í undanúrslitum Lýsingarbikarsins í körfuknattleik en leikur liðanna fer fram dagana 2.-3. febrúar næstkomandi. Viðureignir þessara liða hafa einkennst af mikilli baráttu síðustu ár og sagði Teitur Örlygsson þjálfari Njarðvíkinga að það versta sem hefði getað gerst í stöðunni væri að fá útileik í Stykkishólmi. Hann var því feginn þegar Njarðvíkingar voru dregnir fyrstir upp úr pottinum í dag en leikarinn góðkunni Pétur Jóhann Sigfússon sá um dráttinn. Frá þessu er greint á www.vf.is  

,,Mér líst bara vel á þetta og það var gullsígildi að fá heimaleik. Við eigum harma að hefna gegn Snæfell svipað og með KR-ingana í 8 liða úrslitum,” sagði Teitur í samtali við Víkurfréttir rétt í þessu. 

,,Það er strax komin tilhlökkun fyrir þessum leik af okkar hálfu en við mætum fyrst ÍR og Keflavík í deildinni áður en Snæfellsleikurinn verður í bikarnum,” sagði Teitur sem fylgdist með bikardrættinum í beinni útsendingu í útvarpinu. ,,Þetta var mikil spenna og þegar ég heyrði að Njarðvík kom fyrst upp úr pottinum varð ég mjög ánægður. Njarðvík og Snæfell hafa háð marga baráttuleiki síðustu ár og það breytist ekkert á næstunni og þetta verður magnaður leikur.” 

Teitur hefur ófáa fjöruna sopið í Laugardalshöll sem leikmaður en nú á hann kost á því að komast þangað í fyrsta sinn sem aðalþjálfari liðs. Hvernig leggst verkefnið í hann? ,,Ég kann vel við mig í Höllinni og spennandi verkefni að reyna að klekkja á Snæfellingum. Þessir dagar þegar leikið er til bikarúrslita í Laugardalshöll eru ofboðslega skemmtilegir fyrir allt félagið og við erum komnir það langt að það er ekki hægt að stefna annað en alla leið. Það skemmir ekki fyrir að hjá okkur eru leikmenn sem hafa mikla bikarreynslu og hafa leikið til úrslita,” sagði Teitur en Njarðvíkingar eru eina liðið í undanúrslitum sem hefur orðið bikarmeistari.  

Frétt og mynd af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -