Njarðvíkingar taka á móti heitasta liði landsins í Domino´s-deild karla í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði mæta í heimsókn. Haukar eru á sex leikja skriði í deildinni en Njarðvíkingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum gegn Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn eftir mikla spennuleiki.
Teitur Örlygsson verður með Njarðvíkinga í kvöld einn síns liðs þar sem aðalþjálfarinn Friðrik Ingi Rúnarsson er frá vegna veikinda og þá verður Haukur Helgi Pálsson enn frá í borgaralegum klæðum vegna meiðsla. Búist er við því að Haukur nái síðasta deildarleiknum hjá Njarðvík sem verður gegn Grindavík næsta fimmtudag.
Mynd/ Teitur Örlygsson stýrir liði Njarðvíkinga. (SbS)



