Karfan.is ræddi við Teit Örlygsson fyrir oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur sem fram fer 19.15 í Ásgarði í kvöld. Teitur sem í dag er aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga þekkir afar vel til í herbúðum beggja liða.
Í fimmta leik þá er ekki mikið sem kemur á óvart. Þetta eru nokkuð jöfn lið getulega séð ef eitthvað er að marka fyrstu fjóra. Ég held að liðið sem mætir betur undirbúið andlega vinnur leikinn. Okkar undirbúningur er hefðbundinn milli leikja. Eftir fjóra útisigra er ljóst að heimavöllur hefur enga þýðingu í seríunni, hef séð þetta áður.
Eftir síðasta leik vorum við svekktir með frammistöðuna og nokkrir leikmenn vildu helst spila strax til að sanna fyrir sér og öllum öðrum hvað þeir geta miklu betur. Við mætum í Ásgarð í kvöld staðráðnir í að eiga okkar besta leik í seríunni. Það gerum við leikmenn & þjálfarar með frábærum stuðningi okkar áhorfenda



