„Ég skil ekki aganefnd frekar en aðrir leikmenn og lögfræðingar og því borgar sig að segja sem minnst. Að því sögðu þá verðskuldaði þetta brot vissulega bann,“ svaraði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar þegar Karfan.is innti hann eftir viðbrögðum um dóminn sem Junior Hairston leikmaður Stjörnunnar hlaut í dag. Hairston var af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdur í tveggja leikja bann fyrir högg sem hann gaf leikmanni Skallagríms í Domino´s deild karla.
„Við viljum ekki sjá svona brot og vonandi verður tekið á svona brotum alltaf, ekki bara stundum,“ sagði Teitur. Bann Hairston tekur gildi næsta fimmtudag og mun Hairston því missa af deildarleikjunum gegn Haukum og Grindavík.
Tengt efni:



