spot_img
HomeFréttirTedosic gæti misst af Evrópukeppninni

Tedosic gæti misst af Evrópukeppninni

Serbar bíða nú í ofvæni fregna af stjörnuleikmanni sínum Milos Tedosic sem á dögunum meiddist í leik með CSKA Moskvu í úrslitakeppninni í Rússlandi. Þegar er ljóst að hann leikur ekki meir í rússnesku deildinni þetta tímabilið en beðið er fregna af því hversu lengi hann muni verða frá.
 
Íslendingar ættu að þekkja til Tedosic sem kom með Serbum til landsins síðasta sumar og var skæður gegn okkar mönnum í Laugardalshöll. Talið er að Tedosic gæti þurft á aðgerð að halda og þá er mögulegt að leikmaðurinn verði frá í 2-4 mánuði. Þann 4. september hefjast lokaúrslit Evrópukeppninnar en Serbar eiga þar þátttökurétt enda komust þeir upp úr riðlinum sem þeir léku í með Íslendingum síðasta sumar.
 
Engum blöðum er um það að fletta að Tedosic er leiðtogi Serbanna en hann hefur verið í oddi liðsins síðan það hafnaði í 13. sæti Evrópukeppninnar á Spáni árið 2007 en sá árangur þótti allt annað en viðunandi í heimalandi hans Serbíu.
 
Mynd/ [email protected] – Tedosic í Laugardalshöll síðastliðið sumar.
  
Fréttir
- Auglýsing -