spot_img
HomeFréttirTCU tapaði í undanúrslitum

TCU tapaði í undanúrslitum

13:48

{mosimage}

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU töpuðu í gær fyrir San Diego háskólanum í undanúrslitum um Mountain West titilinn. Helena var stigahæst ásamt öðrum leikmanni með 12 stig.

TCU leiddi mest allan leikinn og það var í rétt endann sem San Diego komst yfir. Adrianne Ross leikmaður TCU átti lokaskotið en geigaði og TCU tapaði með tveimur stigum 69-67.

San Diego spilar til úrslita gegn New Mexico en þessi lið skipuðu sjötta og fjórða sætið í keppninni. TCU var nr. 2.

Helena var í byrjunarliðinu og lék mest allra leikmanna TCU eða 33 mínútur. Á þeim tíma skoraði hún 12 stig. Skoraði úr tveimur þriggja stiga og þremur tveggja stiga. Hún var með sex fráköst, tvær stoðsendingar, tvo stolna bolta og tvö varin skot.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -