TCU, bandaríska háskólaliðið sem Helena Sverrisdóttir leikur með, vann í gærkvöldi Mountain West riðilinn og það ósigraðar á heimavelli. New Mexico skólinn kom í heimsókn á heimavöll TCU, Daniel Meyer Coliseum, og fékk þar að lúta í parket 66-54.
Þó enn sé enn stórleikur eftir í riðlinum hjá TCU gegn sterku liði BYU þá hefur TCU tryggt sér efsta sætið í riðlinum. Efsta sætið tryggir TCU sæti í undanúrslitum í slagnum um meistaratitilinn í Mountain West riðlinum. Að þeirri keppni lokinni tekur við úrslitakeppnin sjálf í NCAA deildinni, betur þekkt sem marsbrjálæðið.
Helena var venju samkvæmt í byrjunarliðinu í gær og skoraði hún 12 stig í leiknum, gaf 7 stoðsendingar, tók 6 fráköst og var með 3 stolna bolta á þeim 33 mínútum sem hún lék. TK Lafleur var stigahæst hjá TCU með 17 stig og 10 fráköst.



