spot_img
HomeFréttirTCU opnar árið með góðum útisigri

TCU opnar árið með góðum útisigri

09:21
{mosimage}

(Helena)

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU hefja nýja körfuboltaárið með látum en bandaríska háskólaliðið TCU sem Helena leikur með mætti Colorado State skólanum í nótt og höfðu TCU góðan útisigur 74-53. Helena var nokkuð róleg í stigaskorinu en lét vel til sín taka í öðrum tölfræðiþáttum leiksins.

Helena gerði 7 stig í leiknum, tók 9 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og var með 3 stolna bolta. Næsti leikur TCU er einnig á útivelli en hann fer fram þann 10. janúar n.k. þegar TCU mætir UNLV.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -