spot_img
HomeFréttirTCU mætir Oklahom State í kvöld

TCU mætir Oklahom State í kvöld

15:35
{mosimage}

 

(Helena Sverrisdóttir) 

 

Landsliðsmaðurinn Helena Sverrisdóttir og félagar í háskólaliðinu TCU mæta Oklahoma State í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í nótt. TCU tapaði naumlega gegn Flórídaháskólanum í síðasta leik eftir framlengingu 80-76.

 

TCU leikur á heimavelli í kvöld í Fort Worth í Texas. Ef með eru taldir leikir á undirbúningstímabilinu hefur TCU leikið 11 leiki þessa leiktíðina, unnið 5 og tapað 6.

Fréttir
- Auglýsing -