spot_img
HomeFréttirTCU lá naumt gegn Minnesota

TCU lá naumt gegn Minnesota

 
Helena Sverrisdóttir er stödd á Bahamaeyjum þessa dagana með skólaliði sínu TCU þar sem liðið tekur þátt í Junkanoo Jam mótinu. Í gærkvöldi mættust TCU og Minnesota skólinn þar sem sá síðarnefndi hafði betur 61-56 og færði TCU því sinn annan ósigur á tímabilinu.
Helena hafði nokkuð hægt um sig á þeim 33 mínútum sem hún lék í leiknum en hún gerði aðeins 3 stig en tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum.
 
TCU mætir svo Kansas skólanum í kvöld og á morgun heldur liðið aftur heim til Texas.
 
Fréttir
- Auglýsing -