09:41
{mosimage}
(Helena í leik með TCU)
Helena Sverrisdóttir gerði 9 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í nótt þegar TCU mátti sætta sig við ósigur gegn Flórída í framlengdum leik á útivelli. Leikurinn var hnífjafn og að loknum venjulegum leiktíma þurfti að framlengja þar sem staðan var 69-69.
Heimakonur í Flórída reyndust sterkari í framlengingunni og gerðu 11 stig gegn 7 frá TCU. Nýliðinn Helena lék í 30 mínútur í leiknum án þess að fá villu. Adrianne Ross var stigahæst í liði TCU með 38 stig.
Mynd: www.gofrogs.cstv.com



