spot_img
HomeFréttirTCU gerði góða ferð yfir landamærin

TCU gerði góða ferð yfir landamærin

 
Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU háskólaliðinu hafa snúið aftur heim til Texas eftir góða ferð Norður til Vancouver þar sem liðið tók þátt í sex leikja sumarferð. Þrátt fyrir að leikið væri eftir alþjóðareglum (en svo er ekki gert í NCAA deildunum) þá vann TCU alla sína leiki.
Á heimasíðu TCU segir að Helena hafi verið ,,solid“ með 18,2 stig að meðaltali í leik en nú er hún á fjórða og síðasta ári sínu með TCU og leikur sem ,,senior“ leikmaður og væntingar til hennar því meiri en oft áður.
 
Enn fremur segir þjálfari TCU, Jeff Mittie, í samtali við heimasíðu félagsins að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu á sumartúrnum sínum.
 
 
Ljósmynd/ Helena gerði 18,2 stig að meðaltali í leik með TCU á sumartúr liðsins.
 
Fréttir
- Auglýsing -