Stærsta tap leiktíðarinnar hjá TCU kom í nótt þegar liðið heimsótti San Diego State í bandarísku háskóladeildinni. Helena Sverrisdóttir og félagar töpuðu 84-61 þar sem Helena var næst stigahæst hjá TCU með 16 stig.
Helena var einnig með 9 stoðsendingar og 8 fráköst en hún tapaði boltanum 9 sinnum á þeim 34 mínútum sem hún lék í leiknum.
Næsti leikur TCU er þann 23. febrúar þegar liðið tekur á móti UNLV á heimavelli TCU í Fort Worth í Texas.



