spot_img
HomeFréttirTaurasi leikmaður vikunnar í WNBA

Taurasi leikmaður vikunnar í WNBA

13:00
{mosimage}

 

(Taurasi) 

 

Bakvörðurinn Diana Taurasi fer á kostum í WNBA deildinni þessa dagana og var hún valinn leikmaður vikunnar í dag en hún gerir 24,7 stig að meðaltali í leik fyrir liðið sitt Phoenix Mercury. Taurasi er einn af skæðustu sóknarleikmönnum deildarinnar og hefur verið iðinn við kolann og bætt hvert metið á fætur öðru síðan hún kom inn í WNBA deildina árið 2004.

 

Á nýliðaárinu sínu gerði Taurasi 17,0 stig að meðaltali í leik og er hún eini leikmaður deildarinnar til þess að hafa skorað yfir 800 stig á einni leiktíð. Þrátt fyrir töluverða sóknarhæfileika er Taurasi enginn einspilari en hún er með 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og 4,5 fráköst.

 

Taurasi lék með Connecticut háskólanum og fór þaðan til liðs við Phoenix Mercury og hefur leikið þar allar götur síðan. Taurasi hefur verið gríðarsterk undanfarið og þrívegis skorað 30 stig eða fleiri í síðustu fjórum leikjum Phoenix sem situr í 5. sæti Vesturstrandarinnar í WNBA.

 

[email protected]

 

Mynd: www.sportsillustrated.cnn.com

Fréttir
- Auglýsing -