spot_img
HomeFréttirTaugar Tindastóls sterkari á lokasprettinum í Fjósinu

Taugar Tindastóls sterkari á lokasprettinum í Fjósinu

Tindastóll heldur í við KR í baráttunni um deildarmeistaratitilinn eftir torsóttan sigur á Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða fjölmennuðu að vanda og úr varð hörkuleikur þar sem spennan var mikil. 

 

Jafnt var á nánast öllum tölum í byrjun leiks en Borgnesingar sigu örlítið framúr áður en fyrsta leikhluta lauk. Varnarleikur liðanna hefur verið þeirra helsta einkennismerki en lítið sást til hans í fyrri hálfleik. Staðan er liðin héldu til búningsklefa í hálfleik var 50-44 fyrir heimamönnum. 

 

Tindastóll var þó alltaf rétt á eftir Sköllunum sem léku eins og lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Skallagrímur leiddi allan þriðja leikhluta en munurinn var mestur sjö stig. Tindastóll náði að koma til baka í síðasta leikhlutanum með þrautsegjunni. 

 

Staðan var jöfn þegar tvær mínútur voru eftir en risastór þriggja stiga karfa Péturs Rúnars þegar nærri mínúta var eftir gerði nánast útum vonur Skallagríms. Lítið gekk hjá heimamönnum að setja boltann í körfuna á lokasprettinum og voru taugar Tindastóls hreinlega sterkari að lokum. 

 

Tindastóll er enn í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Skallagrímur situr enn í 10 sæti með tveggja stiga forskot á Hauka sem leika gegn Snæfell á morgun. Skallagrímur fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn næsta sunnudagskvöld í síðasta heimaleik vetrarins, sá leikur gæti reynst mikilvægur í botnbaráttunni og því von á margmenni og rosalegri stemmningu í Fjósinu á sunnudag. 

 

Tölfræði leiksins

Skallagrímur-Tindastóll 81-88 (26-23, 24-21, 15-18, 16-26) 

 

Skallagrímur: Flenard Whitfield 25/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/5 fráköst/5 sto?sendingar, Darrell Flake 15/8 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 10/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 5/5 fráköst, Daví? Gu?mundsson 3, Bjarni Gu?mann Jónson 2/6 fráköst, Daví? Ásgeirsson 0, Kristján Örn Ómarsson 0, Atli Steinar Ingason 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Kristófer Gíslason 0. 

Tindastóll: Antonio Hester 28/12 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 26/6 fráköst/7 sto?sendingar, Björgvin Hafþór Ríkhar?sson 9/7 sto?sendingar, Hannes Ingi Másson 7, Helgi Rafn Viggósson 5/5 fráköst/5 sto?sendingar, Vi?ar Ágústsson 5, Helgi Freyr Margeirsson 3, Fri?rik Þór Stefánsson 3, Finnbogi Bjarnason 2, Ragnar Ágústsson 0, Elvar Ingi Hjartarson 0, ?röstur Kárason 0. 

 

Myndasafn

 

Viðtal við Finn Jónsson þjálfara Skallagríms eftir leik

Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson leikmann Tindastóls eftir leik

 

Viðtöl / Snæþór Bjarki Jónsson

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson

Fréttir
- Auglýsing -