18:30
{mosimage}
Pete Micheal skaut Tau í úrslitin
Það var sannkallað drama í Malaga í dag þegar heimamenn í Unicaja tóku á móti Tau Ceramica í öðrum leik liðanna í undanúrslitum spænsku ACB deildarinnar. Tau vann fyrsta leik liðanna og varð Unicaja því að sigra til að tryggja sér oddaleik. Þeir voru nálægt því, en gestirnir höfðu sigur 83-82 með sigurkörfu þegar 2,6 sekúndur voru til leiksloka.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, liðin skiptust á að hafa forystu og komust Taumenn nokkrum sinnum 5 stigum yfir en heimamenn gáfu ekki eftir og komu til baka og þegar fjórði leikhluti hófst leiddu þeir 64-60. Fjórði leikhluti var svo æsispennandi, Tau komst í 69-66 og þegar 2 og hálf mínúta var eftir voru Taumenn enn 3 stigum yfir, 76-73. Heimann skouðu þá 7 stig í röð, voru komnir 4 stigum yfir og um 40 sekúndur eftir. Leikurinn færðist nú á vítalínuna og þegar 18 sekúnudur voru eftir leiddu heimamenn 82-78. Tau tókst svo á ævintýralegan hátt að skora 5 stig, fyrst Pablo Prigioni með þriggja stiga körfu og svo Pete Mickeal með tvö sig þegar 2,6 sekúndur voru eftir.
Igor Rakocevic var stigahæstur Taumanna með 21 stig og Pete Mickeal skoraði 14 en fyrir heimamenn skoraði Boniface Ndong 18 stig og Marcus Haislip 16.
Það verða því Barcelona og Tau Ceramica sem mætast í úrslitum og hefur Barcelona heimavallarréttinn þar sem þeir enduðu í þriðja sæti í deildinni en Tau í því fjórða.
Mynd: www.euroleague.net