spot_img
HomeFréttirTau Ceramica spænskur meistari

Tau Ceramica spænskur meistari

8:44

{mosimage}

Pablo Prigioni fyrirliði Tau Ceramica 

Tau Ceramica varð í gærkvöldi spænskur meistari árið 2008 þegar liðið lagði Barcelona, 76-61, í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu og þar með einvígið 3-0. Pete Mickeal var kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Heimamenn í Tau byrjðu betur og komust í 11-2 og höfðu forystu allan leikinn. Barcelonamenn minnkuðu muninn í 2 stig undir lok annars leikhluta en í seinni hálfleik sigu heimamenn lengra og lengra framúr og sigruðu að lokum með 15 stigum og tryggðu sér þar með sinn annan titil í sögunni.

Igor Rakocevic var stigahæstur heimamanna með 16 stig og Pete Micheal skoraði 14 auk þess sem hann tók 10 fráköst. Fyrir gestina skoraði Fran Vázquez 12 stig og Pepe Sánchez 11.

Hægt er að skoða myndir og sjá myndbrot frá leiknum á heimasíðu ACB deildarinnar

[email protected]

Mynd: www.acb.com

Fréttir
- Auglýsing -