spot_img
HomeFréttirTarick Johnson til Tindastóls

Tarick Johnson til Tindastóls

Tindastóll hefur tryggt sér starfskrafta bakvarðarins Tarick Johnson út þetta tímabil. Johnson er um 190 cm á hæð og getur spilað hvort sem er stöður leikstjórnanda eða skotbakvarðar. Hann er með breskt vegabréf. www.tindastoll.is greinir frá.
 
Á heimasíðu Tindastóls segir einnig:
 
Tarick er reyndur leikmaður, verður 32 ára á þessu ári og hefur spilað með mörgun liðum í Evrópu m.a. Tarragona og Gijon á Spáni, Apoel á Kýpur, AGOR í Grikklandi svo eitthvað sé nefnt. Hann lék nú síðast með úrvalsdeildarliðinu Fribourg í Sviss.
 
Tarick er því þriðji erlendi leikmaðurinn í leikmannahópi Tindastóls, en aðeins má tefla fram tveimur á gólfinu í einu. Með tilkomu hans þéttist leikmannahópur liðsins til muna núna fyrir lokabaráttuna.
  
Fréttir
- Auglýsing -