spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Taplausir inn í lokamótið

Taplausir inn í lokamótið

Íslenska landsliðið heldur undirbúningi sínum áfram fyrir lokamót EuroBasket sem fer af komandi fimmtudag 28. ágúst með leik gegn Ísrael í Katowice í Póllandi.

Í dag ferðast liðið frá Litháen til Katowice, en það hefur verið við æfingar í Vilníus síðustu daga. Liður í þessum undirbúningi liðsins var æfingaleikur gegn sterku liði heimamanna síðasta föstudag, en þrátt fyrir góða spretti í honum laut Ísland í lægra haldi gegn heimamönnum, 96-83.

FIBA heldur utan um æfingaleiki allra liða sem fara á lokamótið og sé litið til riðils Íslands sést að liði Frakklands hefur gengið best af liðunum sex í æfingaleikjum. Frakkland hefur unnið alla fimm æfingaleiki sína, síðustu þrjá gegn sterkum þjóðum, Grikklandi síðast og gegn Spáni í tvígang þar á undan.

Næstir á eftir þeim eru Ísrael og Pólland með þrjá sigra, en Ísrael betra hlutfall þar sem þeir hafa leikið tveimur æfingaleikjum færri heldur en Pólland. Ísland, Slóvenía og Belgía hafa svo öll unnið einn æfingaleik hvert, en þar er Ísland ofar, einnig vegna fjölda leikja.

Æfingaleikir D riðils:

Frakkland5-0100%
Ísrael3-260%
Pólland3-537%
Ísland1-420%
Slóvenía1-517%
Belgía1-517%

Fréttir
- Auglýsing -