Undir 18 ára stúlknalið Íslands lagði heimakonur í Svíþjóð í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins gífurlega spennandi og réðust úrslit hans ekki fyrr en á lokasekúndunum. Að lokum voru það tvö vítaskot Kolbrúnar Maríu Ármannsdóttur sem unnu leikinn fyrir Ísland, 87-86.
Hér fyrir neðan má sjá víti Kolbrúnar:
Atkvæðamestar fyrir Ísland í dag voru Kolbrún María með 25 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 23 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.
Ísland hefur því unnið fyrstu þrjá leiki mótsins. Fyrst gegn Eistlandi, Danmörku í gær og Svíþjóð í dag. Á morgun fær liðið frídag, en svo á miðvikudag leika þær sinn næst síðasta leik á mótinu gegn Finnlandi kl. 16:30.
Hérna er liðsskipan og leikjadagskrá U18 stúlkna
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum ásamt viðtali við Kolbrúnu Maríu og Jóhönnu Ýr Ágústsdóttur.








Myndasafn og umfjöllun um leikinn frá finnska sambandinu má sjá hér.



