spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTaphrina Þóris og Oviedo heldur áfram í Leb Oro deildinni

Taphrina Þóris og Oviedo heldur áfram í Leb Oro deildinni

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Oviedo máttu þola sjö stiga tap í kvöld gegn Cantabria í Leb Oro deildinni á Spáni, 62-69.

Eftir leikinn er Oviedo í 16. sæti deildarinnar með fjóra sigra og þrettán töp það sem af er tímabili. Liðinu ekki gengið sem skildi síðustu vikur, en tap kvöldsins var það fimmta í röð í deildinni.

Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir sex stigum, frákasti og stolnum bolta.

Næsti leikur Þóris og Oviedo er þann 28. janúar gegn Albacete.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -