spot_img

Taphrina Hauka á enda

Haukar lögðu Hött í Ólafssal í kvöld í fyrsta leik 9. umferðar Subway deildar karla, 91-85. Eftir leikinn eru Haukar í 10. sæti deildarinnar með þrjá sigra á meðan að Höttur er í 5.-8. sætinu með fjóra sigra það sem af er tímabili. Haukar höfðu fyrir leik kvöldsins tapað fjórum leikjum í röð í deildinni, en síðast unnu þeir Hamar heima í Ólafssal fyrir rúmum mánuði síðan.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn í upphafi þar sem heimamenn voru þó skrefinu á undan þegar sá fyrsti var á enda, 20-16. Undir lok hálfleiksins ná þeir svo aðeins að bæta í og eru komnir 11 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 50-39.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Höttur aðeins að bíta frá sér og komast aftur inn í leikinn. Munurinn aðeins 3 stig fyrir lokaleikhlutann, 65-62. Haukar ná þó aftur ágætis tökum á leiknum og sigla að lokum nokkuð sterkum sigur í höfn, 93-85.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var nýr leikmaður þeirra Daniel Love með 26 stig og 6 fráköst. Honum næstur var Osku Heinonen með 21 stig. Fyrir Hött var það Deontaye Buskey sem dró vagninn með 23 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 7. desember, en þá heimsækja Haukar nýliða Álftaness og Höttur mætir Íslandsmeisturum Tindastóls í Síkinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -