spot_img
HomeFréttirTap í Svartfjallalandi

Tap í Svartfjallalandi

 Íslenska landsliðið reið ekki feitum hesti frá leik sínum gegn Svartfjallalandi í kvöld en niðurstaðan varð 18 stiga tap, 85:76 heimamenn í vil. Svartfellingar skoruðu fyrstu 2 stig leiksins og litu aldrei tilbaka og byggðu upp forystu allt til loka leiks, en mest komust þeir í 25 stiga forystu. 
 Fyrirfram var vitað að Svartfellingar yrðu erfiðir viðureignar líkt og flestir leikir liðsins í þessum riðli.  Það munar um hvern mann og þá sérstaklega Pavel Ermóljinski sem fór ekki með liðinu austur vegna nára meiðsla. Von er hinsvegar að hann geti verið með í næsta leik. 
 
Það er svo sem ekki mikið hægt að segja frá þessum leik annað en að Ísland átti litla möguleika á sigri í leiknum, en liðið hefði þurft að spila töluvert betur til að velta heimamönnum undir uggum.  Vandamál sem einnig virðist há liðinu er frákastabaráttan og að þessu sinni var hún eign heimamanna.
 
Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson voru atkvæðamestir í skoruninni Hlynur með með 19 stig og Jakob með 15. Jón Arnór Stefánsson sem hefur verið máttarstólpi liðsins í síðustu leikjum náði sér ekki á strik í þessum leik í það minnsta ekki í skorun en hann setti "aðeins" 13 stig.  

Tölfræði leiksins

 
Næsti leikur liðsins er gegn Eistum hér heima á mánudag nk. 
Fréttir
- Auglýsing -