Helena Sverrisdóttir þreytti frumraun sína í Meistaradeildinni nú í dag. Leikar fóru þó ekki eins og hún óskaði sér því Good Angels Kosice tapaði 52-45 fyrir Wisla Can-Pack í Póllandi.
Helena lék í 25 mínútur og tók 7 fráköst en hittnin var ekki upp á sitt besta en hún klikkaði á öllum 5 skotum sínum en hitti úr 1 af 2 vítum og endaði því með 1 stig.
Danielle McCray var stigahæst hjá Kosice með 13 stig.
Næsti leikur Helenu og félaga í Meistaradeildinni er eftir viku þegar liðið tekur á móti spænska liðinu Rivas Ecoplis.