spot_img
HomeFréttirTap í fyrsta leik gegn Frakklandi

Tap í fyrsta leik gegn Frakklandi

Fyrsti leikur Íslands á Evrópumóti U20 landsliða fór fram fyrr í dag. Ísland mætti þar Frakklandi en íslendingar leika í fyrsta skipti í A-deild mótsins í ár. 

 

Lítið stigaskor var í leiknum og varnarleikur beggja liða ansi sterkur. Íslenska liðið elti allan leikinn eftir að hafa lent 10 stigum undir í byrjun leiks. Ísland tókst aldrei að stíga frammúr í leiknum þrátt fyrir að hafa oft andað í hálsmálin á frökkunum. Lokastaðan 50-58 tap í dag og mætir Ísland Tyrklandi á morgun. 

 

Umfjöllun, viðtöl og myndasafn frá leiknum koma síðar í dag. 

 

Evrópumót U20 landsliða karla – Úrslit dagsins: 

 

Ísland 50-58 Frakkland

Fréttir
- Auglýsing -