Martin Hermannsson og Alba Berlin töpuðu fyrsta leik átta liða úrslita í Þýskalandi gegn Ulm, 94-83.
Martin lék rúmar 19 mínútur í leiknum og skilaði 4 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta.
Berlin því komnir undir í einvíginu 1-0, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í undanúrslitin.