13:15
Jómfrúarferð Oklahoma City Thunder í NBA deildinni hefur farið frekar brösuglega af stað og í nótt töpuðu þeir sjötta leiknum af sjö þegar Indiana Pacers sigu fram úr þeim á lokasprettinum. Þessi ósigur kom þrátt fyrir að Kevin Durant hafi sett 37 stig, en í leikmannahópi þeirra er fátt um fína drætti utan hans.
Paul Pierce tók félaga sína í Boston Celtics á bakið í leik gegn Toronto og skoraði 22 stig í fjórða leikhluta til að tryggja þeim sigur. Hann kláraði leikinn með 36 stig, Kevin Garnett var með 21 og Ray Allen 19. Meistararnir hafa unniði sjö af átta fyrstu leikjum sínum og eru aðeins á eftir taplausum Atlanta Hawks í Austur-deildinni.
Hér eru úrslit næturinnar í NBA:
Portland 106
Orlando 99
Oklahoma City 99
Indiana 107
Toronto 87
Boston 94
New Jersey 94
Miami 99
Memphis 102
Phoenix 107
Hér má finna tölfræði leikjanna
ÞJ



