spot_img
HomeFréttirTap hjá Lakers - Boston unnu Chicago

Tap hjá Lakers – Boston unnu Chicago

LA Lakers töpuðu sínum fyrsta leik í langan tíma þegar þeir máttu játa sig sigraða gegn Utah Jazz í nótt. Kobe Bryant leikur með brotinn fingur og virðist það há honum því að hann skoraði aðeins 16 stig í leiknum. Á meðan unnu Boston Celtics öruggan sigur á Chicago Bulls og hlýtur nú að vera farið að hitna all verulega undir Vinny del Negro, þjálfara Bulls.
 
Þá unnu Milwaukee Portland í tvíframlengdum leik og Denver Nuggets lögðu Phoenix Suns.
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
 
Washington 113 Indiana 114
Detroit 104 Golden State 95
Chicago 80 Boston 106
Milwaukee 108 Portland 101
Dallas 98 Charlotte 97
Denver 105 Phoenix 99
Utah 102 LA Lakers 94
Sacramento 120 Minnesota 100

Mynd/AP – Kobe var ekki ánægður með gang mála, enda er hann með brotinn fingur

 
 
Fréttir
- Auglýsing -