21:00
{mosimage}
Jakob Örn Sigurðarson í leik með Univer KSE
Lottomatica Roma (2-2) tapaði naumlega í dag, 69-70, á útivelli gegn Angelico Biella í ítölsku A1 deildinni. Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig og gaf 3 stoðsendingar.
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Univer KSE (2-0) unnu annan leikinn í röð í ungversku úrvalsdeildinni. Liðið tók á móti PVSK-E Center Pécs og sigraði 73-67. Jakob skoraði 6 stig, stal 6 boltum, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Coopsette Rimini (1-1) sem Darrell Lewis leikur með í ítölsku 2. deildinni heimsótti Banco di Sardegna Sassari í dag og beið lægri hlut 76-85 eftir jafnan og spennandi leik. Darrell var með 7 stig í leiknum.
Herlev (2-1) sigraði Værløse á útivelli í dönsku 1. deildinni 67-62. Einir Guðlaugsson lék ekki með Harlev vegna meiðsla.
Horsens BC (3-0) sigraði Odense í dönsku 3. deildnni. Halldór Karlsson var ekki með í dag þar sem hann er staddur í Bandaríkjunum.
Mynd: www.universport.hu