Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þar sem Logi Gunnarsson og Solna ásamt Helga Magnússyni og Uppsala Basket máttu sætta sig við tap. Solna lá úti gegn Boras Basket og Uppsala lá einnig úti gegn Södertalje Kings.
Solna lá 81-69 á útivelli þar sem Logi gerði 8 stig og tók 2 fráköst í leiknum á rétt rúmum 27 mínútum. Helgi gerði 10 stig og tók 7 fráköst fyrir Uppsala í 91-83 ósigri. Eftir leikina í gær er Solna í 7. sæti deildarinnar með 6 stig og Uppsala í 5. sæti með 8 stig. Í 4. sætinu kemur svo hitt Íslendingaliðið, Sundsvall Dragons, í 4. sæti einnig með 8 stig eins og Uppsala.



