8:49
{mosimage}
Svissneska liðið BC Boncourt sem Helgi Már Magnússon lék á heimavelli í gær gegn tékkneska liðinu Brno í FIBA EuroCup Challenge. Tékkneska liðið sigraði 71-64 og hefur Boncourt nú tapað 2 fyrstu leikjum sínum í keppninni, en þeir töpuðu fyrir rúmenska liðinu U-Mobitelco Cluj-Napoca á útivelli síðustu viku. Fjórða liðið í riðlinum er kýpverska liðið Keravnos Cyprus College en Helgi og félagar fá þá í heimsókn í næstu viku.
Helgi skoraði 7 stig í leiknum í gær og tók 4 fráköst á þeim 27 mínútum sem hann lék en hann var ekki í byrjunarliði Boncourt.
Mynd: karfan.is