U18 ára landslið Íslands var rétt í þessu að tapa sínum fyrsta leik í Evrópukeppni B-deildar þegar liðið mátti sætt sig við ósigur gegn Svíþjóð. Staðan í riðlinum er því orðin um margt athyglisverð og ljóst að leikurinn gegn Finnum á morgun verður risavaxinn.
Svíar leiddu 50-38 í hálfleik en að loknum fyrsta leikhluta var staðan 25-25. Þriðji leikhluti var hnífjafn og fór 20-20 en lokatölur reyndust 92-83 Svíum í vil.
Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig og 3 fráköst og Martin Hermannsson bætti við 20 stigum og 3 stoðsendingum og Valur Orri Valsson gerði 11 stig og gaf 6 stoðsendingar.
Á morgun mætast Ísland og Finnland í síðasta leik riðilsins kl. 16:30 að íslenskum tíma en tvö efstu liðin komast upp úr riðlinum.
Mynd/ Elvar Már var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.