spot_img
HomeFréttirTap gegn sterkum Rúmenum

Tap gegn sterkum Rúmenum

Undir 18 ára landslið stúlkna tapaði fyrr í dag gegn sterku liði Rúmeníu í B-deild Evrópumótsins, 49-62. Ísland leikur í C-riðli mótsins. 

 

Íslenska liðið lenti strax undir í barátunni og var ansi frá Rúmenum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik ar 19-38 en Íslenska liðið barðist mun betur í seinni hálfleik en tókst ekki að minka muninn nægilega mikið. Lokastaðan 49-62 fyrir Rúmeníu.

 

Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst hjá Íslandi með fjórtán stig og bætti við það fjórtán fráköstum. Ástrós Lena Ægisdóttir átti einnig flottan dag og endaði með 12 stig. 

 

Íslenska liðið fær frídag á morgun en mætir Kýpur á þriðjudag í fjórða leik riðlakeppninnar. Leikurinn hefst kl 18:15 að Íslenskum tíma. Leikurinn gæti reynst úrslitaleikur um hvort liðið endar í fjórða sæti riðilsins og leikur þá um 9-16 sæti mótsins. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: 

Fréttir
- Auglýsing -