spot_img
HomeFréttirTap gegn Notre Dame í síðasta leik

Tap gegn Notre Dame í síðasta leik

8:15

{mosimage}

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði síðasta leik sínum á æfingamóti í Írlandi í dag, 90:65, fyrir bandaríska háskólaliðinu Notre Dame.

Liðið endaði þar með í þriðja sæti, Notre Dame sigraði, lagði alla mótherja sína, Pólverjar urðu í öðru sæti, Ísland í því þriðja og Írar ráku lestina.

Að sögn Sigurðar Ingimundarsonar, landsliðsþjálfara átti Logi Gunnarsson frábæran leik í dag og skoraði  27 stig.

Hægt er að lesa um leikinn á heimasíðu írska sambandsins.

www.mbl.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -