Undir 16 ára lið stúlkna tapaði fyrir því gríska með 28 stigum gegn 49 fyrr í dag á Evrópumótinu. Leikurinn var sá annar sem að liðið spilar á mótinu, en í gær unnu þær Albaníu með 67 stigum (105-38)
Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar sóknarlega í dag miðað við í leiknum í gær. Skoruðu jafn mikið í fyrsta leikhluta þá og þær gerðu í öllum leiknum í dag. Voru 12 stigum undir í hálfleik og svo 13 stigum undir fyrir síðasta leikhlutann. Í honum skoruðu þær svo aðeins 2 stig á móti 10 frá Grikklandi.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Ástrós Ægisdóttir með 7 stig og 3 stolna bolta.
Næst eiga þær leik á morgun gegn Danmörku.