spot_img
HomeFréttirTap fyrir baráttuglöðum Svíum

Tap fyrir baráttuglöðum Svíum

 

Undir 20 ára lið Íslands tapaði rétt í þessu fyrir Svíþjóð, 64-91, í A deild Evrópumótsins í Chemnitz í Þýskalandi. Ísland hefur því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu, en á morgun leika þeir lokaleik sinn í riðlinum gegn Ítalíu.

 

Ísland hóf leik dagsins af mikilli prýði, leiddu eftir fyrsta leikhluta 25-23. Í öðrum leikhlutanum fóru Svíar svo að byggja upp forystu sína, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 37-47 Svíþjóð í vil. Í seinni hálfleiknum létu þeir svo kné fylgja kviði og fór svo að lokum að Ísland tapaði með 27 stigum, 64-91.

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Ingvi Guðmundsson með 16 stig og 3 stoðsendingar á um 30 mínútum spiluðum.

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -