spot_img
HomeFréttirTap fyrir baráttuglöðum Svíum

Tap fyrir baráttuglöðum Svíum

 

Undir 18 ára lið stúlkna tapaði fyrir Svíþjóð á þriðja degi Norðurlandamótsins í Kisakallio. Liðið er því komið með einn sigurleik og tvo í tap það sem af er móti. Næst leikur liðið gegn Danmörku á morgun kl. 15:00.

 

Gangur leiks

Ísland var hægt í gang í leik dagsins. Voru farnar að elta strax á fyrstu mínútum leiksins. Þegar að fyrsta leikhluta var lokið voru þær 5 stigum undir, 17-12. Undir lok fyrri hálfleiksins gera þær svo vel að hleypa þeim ekki lengra framúr, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 29-25 fyrir Svíþjóð.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins tekur Svíþjóð svo aftur á rás. Eru komnar með 12 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 51-39. Í honum gerði Svíþjóð svo það sem þurfti til þess að sigla öruggum 18 stiga sigri í höfn, 74-56.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Svíþjóð gaf 22 stoðsendingar í leiknum á móti aðeins 16 hjá Íslandi.

 

Hetjan

Sigrún Björg Ólafsdóttir var best í íslenska liðinu í dag. Hún skoraði 11 stig og gaf 2 stoðsendingar á þeim tæpu 18 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl 

Fréttir
- Auglýsing -