Lokamót EuroBasket 2025 rúllar af stað í fjórum löndum, Póllandi, Finnlandi, Kýpur og Lettlandi nú í lok mánaðar.
Á dögunum birti FIBA spá fjölmiðla fyrir mótið. Í spá þeirra eru margir flokkar, hvaða þjóð muni vinna mótið, hvaða leikmenn eru líklegastir til verða valdir bestu leikmenn og fleira þar fram eftir götunum.
Einn þeirra flokka sem fjölmiðlar kusu um í aðdraganda mótsins var hver væri besti ungi leikmaður mótsins. Þar endaði leikmaður Íslands Almar Orri Atlason í 6.-9. sæti ásamt Alexandros Samodurov frá Grikklandi, Saliou Niang frá Spáni og Bilal Coulibaly frá Frakklandi.
Almar er fæddur árið 2004 og hefur að sjálfsögðu á síðustu árum gert afar vel á alþjóðlegum mótum fyrir Ísland. Nú síðast í A deild Evrópumótsins 2024 þar sem hann skilaði 16 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik.
| Sæti | Leikmaður | Hlutfall atkvæða |
|---|---|---|
| 1 | Alex Sarr (Frakkland) | 24.4% |
| 2 | Zaccharie Risacher (Frakkland) | 22.1% |
| 3 | Nikola Topic (Serbía) | 20.9% |
| 4 | Miikka Muurinen (Finnland) | 7.0% |
| 5 | Mario Saint-Supery (Spánn) | 3.5% |
| 6-9 | Alexandros Samodurov (Grikkland) | 2.3% |
| Almar Atlason (Ísland) | 2.3% | |
| Saliou Niang (Spánn) | 2.3% | |
| Bilal Coulibaly (Frakkland) | 2.3% |
Í efstu þremur sætum listans er hlutfall atkvæða nokkuð afgerandi. Besti ungi leikmaðurinn er talinn Alex Sarr frá Frakklandi með rúm 24% atkvæða. Í öðru sætinu er landi hans Zaccharie Risacher með rúm 22% atkvða. Í þriðja sætinu er svo Nikola Tpic leikmaður Serbíu.
Fyrsti leikur Íslands á EuroBasket er komandi fimmtudag 28. september gegn Ísrael.



