19:45
{mosimage}
Við höldum áfram að upphituninni fyrir hasarinn á Ítalíu og nú sjáum við hvað Friðrik Ingi segir um lið Roma.
Lottomatica Roma
Þjálfari er Jasmin Repesa, hann er Króati og er jafnframt landsliðsþjálfari Króata. Repesa þjálfaði Bologna 2005-2006 og mætti Jóni í 4-liða úrslitum þegar Jón Arnór var með Napoli. Jón lék mjög vel og hreifst Repesa einmitt af Jóni og var ekki lengi að stökkva á hann í fyrra þegar sá möguleiki gafst.
David Hawkins – USA
Bakvörður
1.93
26 ára
Spilaði með Temple háskólanum. Hefur leikið með Roma síðustu 3 tímabilin og er mjög vinsæll í Róm. David er kraftbakvörður sem er mjög sterkur í að keyra upp að körfu. Það skiptir miklu máli fyrir Roma að hann nái sér á strik því þegar hann er „on” er hann sérlega erfiður viðureignar.
Erazem Lorbek – Slóveniu
Framvörður / Miðvörður
2.08
24 ára
Er ekki þessi kraftalega týpa undir körfunni en er mjög hreyfanlegur og góður skotmaður. Lorbek kemur frá Slóveníu og var leikmaður allra landsliða Slóvena en 1984 árgangur Slóvena er mjög sterkur en Sasha Vujacic leikmaður LA Lakers er þar einnig. Lorbek hefur verið orðaður við NBA deildina og má alveg eins reikna með því að hann leiki þar á næstu leiktíð, hann hefur í hyggju að æfa í Bandaríkjunum í sumar með það í huga að komast á samning þar.
ROKO-LENI UKIC – Króati
Bakvörður
1.96
24 ára
Ukic hefur verið að koma sterkt upp síðustu árin og þykir með efnilegri bakvörðum Evrópu. Hann er landsliðsmaður Króata og hefur verið upp öll yngri landsliðin. Ukic lék einmitt til úrslita gegn Lorbek og Vujacic í U-18 ára keppninni 2002. Ukic lék á Spáni, m.a. með Barcelona áður en hann kom til Roma sl. sumar.
Jón Arnór Stefánsson – Íslandi
Bakvörður
1.96
26 ára
Jón er einn af lykilmönnum liðsins enda fer hann í allt sem þarf. Þjálfarinn treystir talsvert á Jón og hefur miklar mætur á honum. Jón er talinn með traustari leikmönnum liðsins og hefur hann getið sér gott orðs á Ítalíu.
IBRAHIM IBIN JAABER – USA
Bakvörður
1.88
24 ára
Jaaber kom til liðsins í febrúar sl. og þá helst vegna meiðsla Allan Ray. Jaaber hafði leikið með liði í efstu deild í Grikklandi fram að því. Jaaber hefur staðið sig prýðilega, er duglegur leikmaður sem leysir sitt hlutverk hverju sinni ágætlega. Var einn af stigahæstu leikmönnum grísku deildarinnar þegar hann fór þaðan en hefur ekki verið í hlutverki skorara hjá Roma.
Gregor Fucka – Ítali
Framvörður
2.15
37 ára
Fucka er búinn að vera lengi að og leikið með mörgum af bestu liðum Evrópu sem og með ítalska landsliðinu. Fucka er ekki mjög líkamlega sterkur og hefur því aldrei leikið mikið undir körfunum þrátt fyrir mikla hæð. Fucka hefur í gegnum tíðina nýtt sér að hann getur sett knöttinn á gólfið og getur skotið af færi. Með því hefur hann skaðað margan andstæðinginn. Við Íslendingar eigum eintak eins og Fucka, en Egill Jónasson minnir um margt á kappann.
RODRIGO DE LA FUENTE – Spánverji
Framvörður / Bakvörður
2.00
32 ára
Kom á miðju tímabili frá Benetton en áður hafði hann leikið á Spáni og lengstum með Barcelona þar sem hann var m.a.fyrirliði um tíma. Hann hefur komið inn í liðið með ágætis reynslu og leikið alveg prýðilega með Roma.
Mynd: www.euroleague.net



