spot_img
HomeFréttirTakkaskór og tónelskir bætast í safnið

Takkaskór og tónelskir bætast í safnið

17:15 

{mosimage}

 

(Bárður þykir frambærilegur söngvari) 

 

Fyrr í þessari viku var karfan.is aðeins að reyfa þá körfuknattleiksmenn sem leika knattspyrnu á sumrin og einnig þá sem þykja frambærilegir í tónlistarlífinu. Lesendur létu ekki á sínum kröftum standa og hafa eftirfarandi upplýsingar bæst í safnið:

 

Varðandi körfuknattleiksiðkendur sem spila knattspyrnu á sumrin þá eru Gunnlaugur Smárason, Sveinn Davíðsson, Árni Ásgeirsson og Bjarne Omar Nielsen úr Snæfell einnig að spila með liðinu í 3 deildinni á sumrin í knattspyrnu. Svo er Ingvar i Haukunum að spila með Kóngunum, Eiríkur Önundarson ÍR með Hunangstunglinu og Pálmi Freyr í KR með FC Moppan í Utandeildinni.

Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis. Bárður var um langt skeið söngvari hljómsveitarinnar Joe Gæ band. Hann söng einnig stuðningsmannalag Snæfells sem var lag þeirra víðfrægu hljómsveitar Wig Wam en Joe Gæ band breytti textanum yfir á Snæfellskar nótur. Guðni Heiðar Valentínusson, leikmaður Snæfells, hefur einnig sent frá sér rapplag en það fjallar um hann sjálfan og heitir lagið "My name is 204", en þess má geta að Guðni er einmitt 204 sentimetra hár. 

Síðastur en ekki sístur er Guðni Sumarliðason, leikmaður 10. flokks Snæfells. Þessi maður býr yfir þvílíkri puttalipurð þegar hann slær á strengi bassans og er hann margrómaður fyrir þessa miklu hæfileika sýna. Hann er í tveimur hljómsveitum og standa þær sig með mikilli prýði.

Já, íslensku körfuknattleiksfólki er margt til lista lagt.

Fréttir
- Auglýsing -