spot_img

Taka við Þrótti

Þeir Einar Einarsson og Arnór Daði Jónsson munu taka við sem þjálfarar Þróttar í fyrstu deild karla, en í gær var staðfest að Guðmundi Inga Skúlasyni hafi verið sagt upp störfum eftir þriggja ára veru í Vogunum.

Einar spilaði fyrir Keflavík, Tindastól og ÍA á sínum leikmannaferli, en hann hefur víða komið við á sínum þjálfaraferli og meðal annars gerði Grindavík að bikarmeisturum 2006. Einnig hefur Einar þjálfað Keflavík og Hauka í meistaraflokki. Arnór Daði var áður aðstoðarþjálfari Þróttar, en hann er líkt og Einar úr Keflavík

Þróttur hefur átt góðu gengi að fagna á síðustu árum undir stjórn Guðmundar Inga, en undir hans stjórn vann félagið sig upp úr þriðju deildinni og sitja sem stendur í 5.-6. sæti fyrstu deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -