spot_img

Taka við Fjölni

Fjölnir hefur samið við þá Halldór Karl Þórsson og Lewis Diankulu um að stýra liði sínu í fyrstu deild kvenna á komandi leiktíð.

Halldór Karl var á síðustu leiktíð þjálfari Hamars í fyrstu deild karla og aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna, en Lewis er að gera áframhaldandi samning sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni, þar sem hann stýrði liðinu einnig á síðustu leiktíð.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur ráðið þá Halldór Karl og Lewis Diankulu til að stýra meistaraflokki kvenna tímabilið 2025-26.

Halldór Karl hefur undanfarin tvö ár verið yfirþjálfari yngriflokka hjá okkur og samhliða því þjálfað meistaraflokk Hamars. Það er mikið gleðiefni að fá Halldór alfarið aftur inn í starfið, enda hefur hann áður stýrt meistaraflokki kvenna Fjölnis og gert liðið að deildarmeisturum.

Lewis stýrði liðinu á síðasta tímabili og náði frábærum árangri með okkar unga og efnilega lið. Hann hefur verið algjör lykill í uppbyggingu liðsins, ásamt því að þjálfa yngri flokka karla og kvenna, og það eru því frábærar fréttir að halda honum áfram í starfinu.

Fréttir
- Auglýsing -