spot_img
HomeFréttirTaka tvö hjá Keflavík og Snæfell í kvöld

Taka tvö hjá Keflavík og Snæfell í kvöld

Keflavík og Snæfell mætast í sinni annarri úrslitaviðureign í Domino´s-deild kvenna í kvöld. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 í TM-Höllinni í Keflavík og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Snæfell leiðir 1-0 í einvíginu eftir sigur í háspennuslag í Stykkishólmi þar sem Hildur Sigurðardóttir gerði lokastig leiksins með sannkölluðum pressuvítum. 

Lokaspretturinn var hádramatískur og sveiflaðist til og frá svo körfuboltaunnendur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sunnubrautinni í kvöld. 

Keflavík-Snæfell
Leikur 2 kl. 19:15 í kvöld
Beint á Stöð 2 Sport
Staðan í einvígi: Snæfell 1-0 Keflavík

Fréttir
- Auglýsing -