spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaTaiwo Badmus í Tindastól

Taiwo Badmus í Tindastól

Blekið heldur áfram að flæða í Skagafirðinum því nú í dag tilkynnti Tindastóll að félagið hafi samið við hinn írska Taiwo Badmus um að leika með liðinu á komandi leiktíð í efstu deild karla. Badmus þessi lék á síðustu leiktíð með Sigtryggi Arnari Björnssyni í Leyma Basquet Coruna á Spáni, en hefur einnig komið við sögu hjá írska landsliðinu undanfarin ár.

Badmus er þriðji leikmaðurinn sem Stólarnir fá til sín á skömmum tíma, en í gær samdi Sigtryggur Arnar við Skagfirðinga, auk þess sem Sigurður Þorsteinsson gekk til liðs við félagið frá Hetti fyrr í sumar.

Fréttir
- Auglýsing -