spot_img
HomeFréttirTafir í Vesturbænum: Leikur ekki enn hafinn!

Tafir í Vesturbænum: Leikur ekki enn hafinn!

20:02
{mosimage}

(Klukkan er réttnefnd með forskeytinu Biluð-Every Time)

Leikklukkan í DHL-Höllinni er því miður af sömu gerð og sú í Laugardalshöll og hefur starfsfólki og öðrum í DHL-Höllinni ekki fengið ,,Every Time“ klukkuna í gang. Af þessum sökum er toppleikur KR og Grindavíkur enn ekki hafinn en hann átti eins og aðrir leikir í deildinni að hefjast kl. 19:15.

Vallarkynnirinn Páll Guðjónsson róaði vallargesti með þeim orðum að dómarar leiksins, Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson, hefðu gefið grænt ljós á að leikurinn færi fram. Notast verður við skotklukkur úr öðru íþróttahúsi og þá líklegt að staðan verði gefin til kynna á pappaspjöldum.

Vonast er til að leikurinn hefjsti næstu mínútur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -